Golfmót badmintonmanna

Laugardaginn 13.september verður golfmót badmintonmanna haldið á Akranesi. Margir þeir sem spila badminton af krafti á veturna, æfa golf á sumrin. Því hefur skapast sú hefð undanfarin ár að badmintongolfarar komi saman í lok sumars og keppi sín á milli áður en badmintontímabilið hefst.

Ræst verður út milli kl. 10.40 og 12.40 (frá 1. teig). Keppt verður með punktakeppni í einum forgjafarflokki kvenna (0-36) og tveimur forgjafarflokkum karla (0-20 og 20-36). Skráningargjald er kr. 3.500 og vegleg verðlaun í boði.

Skráning í mótið verður að hafa borist eigi síðar en fimmtudaginn 11. september í síma 6962268 (Árni Þór) eða arnihall@simnet.is. Einnig er hægt að skrá sig beint inná golf.is.

Skrifađ 4. september, 2008
ALS