═ formi ß H÷fn Ý Hornafir­i

Helgina 19.-20.september næstkomandi stendur Ungmennafélagið Sindri á Höfn í Hornafirði fyrir öldungamóti í ýmsum íþróttagreinum sem kallast "Í formi". Keppt er í badminton en auk þess er golf, frjálsar, blak knattspyrna og brids á dagskránni. Badmintonkeppnin mun vera tvíliðaleikskeppni þar sem blönduð lið eru leyfð. Mótið er opið fyrir konur og karla eldri en 30 ára. Keppnisgjald er 3.000 krónur en auk þess er hægt að kaupa sig inná hátíðarkvöldverð með skemmtiatriðum. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunni www.iformi.is.
Skrifa­ 3. september, 2008
ALS