Íslendingar fjölmenna í Holte

Helgina 6.-7.september næstkomandi taka fjórtán íslenskir leikmenn þátt í opnu badmintonmóti í Holte í Danmörku.

Hópur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og Badmintonfélagi Akraness hefur verið að skipuleggja ferð á mótið um nokkurt skeið. Ferðin var hugsuð sem hvatning fyrir leikmenn til að vera duglegir við sumaræfingar.

Þá hafa systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn einnig ákveðið að taka þátt í mótinu en Tinna flutti nýverið til Kaupmannahafnar þar sem hún er í námi og æfir badminton hjá alþjóðlegri badmintonakademíu.

Smellið hér til að skoða heimasíðu Holte Badmintonklub þar sem meðal annars má finna niðurröðun mótsins.

Skrifað 29. ágúst, 2008
ALS