Þjálfaranámskeið 12.-14.september

Helgina 12.-14.september heldur Badmintonsamband Íslands þjálfaranámskeiðið "Badmintonþjálfari 1A". Námskeiðið er það fyrsta í röð námskeiða sem badmintonþjálfarar geta tekið.

Kennt verður í TBR húsunum við Gnoðarvog og er kennsla bæði bókleg og verkleg. Reikna má með að námskeiðið standi yfir kl.18.00-22.30 á föstudeginum, kl. 9.00-16.10 á laugardeginum og kl. 9.30-12.40 á sunnudeginum. Lágmarks aldur til þátttöku er 16 ár.

Kostnaður er kr. 14.000 á mann. Badmintonbókin eftir Kenneth Larsen er innifalin í verðinu. Þar sem að tölvuerðar breytingar hafa orðið á þjálfaranámskeiðum BSÍ frá fyrri árum vegna nýs námsefnis og þróunnar í þjálfunarmálum íþróttarinnar eru þeir sem áður hafa tekið námskeið hvattir til að taka námskeiðin aftur. Veittur er 60% afsláttur af námskeiðsgjaldi til þeirra sem áður hafa setið ofangreind námskeið.

Badmintonsambandið hvetur aðildarfélög sín til að senda sem flesta núverandi og tilvonandi þjálfara/aðstoðarþjálfara á námskeiðið. Skráningar með upplýsingum um nafn, kennitölu og greiðanda námskeiðsins óskast sendar á netfangið annalilja@badminton.is. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 4.september.

Nánari upplýsingar um þjálfaranámskeið á vegum Badmintonsambandsins veturinn 2008-2009 má nálgast með því að smella hér.

Skrifað 27. ágúst, 2008
ALS