Elena sigrađi Rögnu í Hollandi

Elena Prus frá Úkraínu sigraði Íslandsmeistarann Rögnu Ingólfsdóttur í fyrstu umferð Grand Pri mótsins Dutch Open 2007 sem fram fer í Almere í Hollandi. Elena er númer 81 á heimslistanum en Ragna er númer 51. Ragna hefur nú lokið keppni á mótinu.

Dutch Open er mjög sterkt mót sem gefur mörg stig á heimslistann. Margir af sterkustu leikmönnum heims taka þátt í mótinu. Sú sem hefur toppröðun í einliðaleik kvenna er númer 8 á heimslistanum. Hægt er að fylgjast með mótinu á netinu með því að smella hér. Athugið að ofarlega í hægra horni síðunnar er hægt að smella á "live score" og fylgjast með framgöngu leikjanna sem eru í gangi hverju sinni.

Mjög mikið mótaálag er búið að vera á Rögnu síðustu vikurnar og má reikna með að hún taki sé frí fram að Iceland Express International sem fram fer 8.-11.nóvember næstkomandi.

Skrifađ 17. oktober, 2007
ALS