Badmintonsambandiđ í heimsókn á Akranesi

Helgina 16.-17.ágúst síðastliðin var Badmintonsambandið í heimsókn á Akranesi. Badmintonfélag Akranes hélt æfingabúðir fyrir keppnisfólkið sitt og fékk Önnu Lilju Sigurðardóttur fræðslustjóra BSÍ til að koma og vera með nokkrar æfingar. Alls tóku fimmtán leikmenn þátt í æfingunum sem voru hluti af undirbúningi leikmanna fyrir veturinn. Vel var tekið á því á æfingunum og skerpt á ýmsum tækniatriðum fyrir keppnistímabilið. Meðfylgjandi mynd var tekin af þreyttum Skagamönnum eftir góðar æfingar dagsins.

Hressir Skagamenn að undirbúa sig fyrir veturinn.

Skrifađ 25. ágúst, 2008
ALS