Viðburðaríkur badmintonvetur framundan

Badmintonsamband Íslands gaf í dag út viðburðadagatal vetrarins 2008-2009. Óhætt er að segja að von sé á viðburðaríkum vetri.

Badmintonsambandið og aðildarfélög þess munu halda þrjátíu opinber badmintonmót og þá eru ekki talin öll innanfélagsmótin sem haldin eru víðsvegar um landið. Einnig mun Badmintonsambandið standa fyrir sjö þjálfaranámskeiðum í vetur ásamt því að landsliðsfólkið verður bæði í æfingabúðum og við keppni á erlendri grundu.

Að þessu sinni er hægt að skoða viðburði vetrarins í tveimur mismunandi skjölum; dagatali með yfirliti yfir alla viðburði vetrarins og flokkuðum listum með nánari útskýringum á hverjum viðburði fyrir sig.

Skrifað 20. ágúst, 2008
ALS