ÓL - Kínverjar međ flest verđlaun

Badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008 er nú lokið. Gestgjafarnir Kínverjar hlutu, ekki óvænt, flest verðlaun í keppninni eða tólf samtals og þar af fjögur gull. Þrjár aðrar þjóðir fara heim með verðlaunapeninga úr badmintonkeppninni; Malasía, Indónesía og Kórea. Malasar hlutu ein verðlaun, Indónesía fimm og þar af tvö gull og Kóra sex verðlaun og þar af tvö gull.

Danska tvíliðaleiksparið Lars Paaske og Jonas Rasmussen voru nálægt því að tryggja Evrópubúum ein verðlaun á mótinu en þeir bið naumlega lægri hlut fyrir kóresku pari í leiknum um þriðja sætið.

Eftirfarandi er listi yfir verðlaunahafa badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Peking.

Einliðaleikur karla

 1. Lin Dan, Kína
 2. Lee Chong Wei, Malasíu
 3. Shen Jin, Kína

Einliðaleikur kvenna

 1. Zhang Ning, Kína
 2. Xie Xingfang, Kína
 3. Yulianti Maria Kristin, Indónesíu

Tvíliðaleikur karla

 1. Kido Markis og Setiawan Hendra, Indónesíu
 2. Cai Yun og Fu Haifeng, Kína
 3. Lee Jaejin og Hwang Jiman, Kóreu

 

Tvíliðaleikur kvenna

 1. Du Jing og Yu Yang, Kína
 2. Lee Hyonjung og Lee Kyungwon, Kóreu
 3. Wei Yili og Zhang Yawen, Kína

Tvenndarleikur

 1. Lee Hyojung og Lee Yongdae, Kórea
 2. Liliyana og Widianto Nova, Indónesíu
 3. He Hanbin og Yu Yang, Kína

Tveir leikmenn náðu þeim frábæra árangri að vinna til tveggja verðlauna á mótinu. Kínverska stúlkan Yu Yang sigraði í tvíliðaleik kvenna og varð í þriðja sæti í tvenndarleik. Kóreska stúlkan Lee Hyonjung sigraði í tvenndarleik og varð í 2.sæti í tvíliðaleik kvenna.

Danir eru ekki sérstaklega ánægðir með árangur sinna manna á mótinu en þetta er í fyrsta sinn síðan badminton varð keppnisgrein á Ólympíuleikunum 1992 að þeir vinna ekki til verðlauna.

Skrifađ 18. ágúst, 2008
ALS