ÓL - Badminton í Sjónvarpinu

Sjónvarpið sýnir upptökur frá badmintonkeppni Ólympíuleikanna í kvöld og fyrramálið.

Kl. 2.30 verður sýndur  úrslitaleikurinn í einliðaleik karla þar sem Lin Dan, Kína, mætir Lee Chong Wei frá Malasíu.

Úrslit í tvenndarleik verða síðan sýnd kl. 5.00 en þar mæta Widianto Nova og Liliyana frá Indónesíu Lee Yongdae og Lee Hyojung frá Kóreu.

Að lokum verður síðan sýndur úrslitaleikurinn í tvíliðaleik kvenna kl. 9.50 þar sem mætast kóresku stúlkurnar Lee Kyungwon og Lee Hyojung og kínversku stúlkurnar Du Jing og Yu Yang.

Smellið hér til að skoða dagskrá Sjónvarpsins í dag og nótt.

Skrifað 17. ágúst, 2008
ALS