ÓL - Sýnt frá badmintonkeppninni í dag

Sjónvarpið sýnir frá badmintonkeppni Ólympíuleikanna í dag föstudaginn 15.ágúst.

Kl. 6.45 verður sýnd upptaka frá 8-liða úrslitum í einliðaleik karla þar sem meðal annars Peter Gade frá Danmörku mætti Lin Dan frá Kína. Leikurinn var víst mjög skemmtilegur og því um að gera fyrir badmintonáhugafólk að fylgjast með.

Síðar í dag eða kl. 11.30 verður aftur badminton á dagskránni en þá bein útsending frá leik um bronsið í tvíliðaleik kvenna.

Kl. 15.30 verður sýnd upptaka frá badmintonkeppninni en ekki liggur fyrir hvaða leikir verða sýndir þá.

Smellið hér til að skoða Ólympíudagskrá Sjónvarpsins.

Skrifað 15. ágúst, 2008
ALS