ÓL - Heimamenn með yfirburði

Kínverjar hafa svo sannarlega staðið sig vel á Ólympíuleikunum í Peking síðustu daga og ljóst að þeir finna sig vel á heimavelli. Nú eru þrír dagar eftir af badmintonkeppninni og Kínverjar ennþá með í öllum fimm greinunum.

Í einliðaleik kvenna eru allar þrjár kínversku stúlkurnar í undanúrslitum. Í tvíliðaleik kvenna leikur annað kínverska parið til úrslita um gullverðlaunin og hitt um bronsið. Karla megin hafa Kínverjar líka átt gott mót en tveir leikmanna þeirra eru komnir í undanúrslit í einliðaleik karla og eitt par í tvíliðaleik karla. Í tvenndarleik hefur eitt kínverskt par komist í undanúrslit.

Einu Evrópubúarnir sem komist hafa alla leið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í ár eru Danirnir Lars Paaske og Jonas Rasmussen. Fyrir leikana voru vonir bundnar við að Danirnir kæmust lengra í einliðaleikjunum og Bretarnir í tvenndarleik. Þá var einnig við miklu að búast af einliðaleiks konum Þjóðverja og Frakka sem báðar eru af kínverskum uppruna.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Peking. Smellið hér til að fylgjast með dagskrá Sjónvarpsins sem sýnir öðru hverju frá keppninni.

Dagskráin síðustu þrjá daga badmintonkeppni Ólympíuleikanna er eftirfarandi:

Föstudagurinn 15.ágúst
kl. 10.00 (2.00 isl) Tvíliðaleikur karla - undanúrslit 1 (Indónesía - Danmörk)
kl. 11.00 (3.00 isl) Einliðaleikur kvenna - undanúrslit 1 (Kína - Kína)
kl. 12.00 (4.00 isl) Einliðaleikur kvenna - undanúrslit 2 (Indónesía - Kína)
kl. 13.00 (5.00 isl) Tvíliðaleikur karla - undanúrslit 2 (Kórea - Kína)
kl. 18.30 (10.30 isl) Einliðaleikur karla - undanúrslit 2 (Kórea - Malasía)
kl. 19.30 (11.30 isl) Tvíliðaleikur kvenna - leikur um bronsið (Japan - Kína)
kl. 20.30 (12.30 isl) Einliðaleikur karla - undanúrslit 1 (Kína - Kína)
kl. 21.30 (13.30 isl) Tvíliðaleikur kvenna - leikur um gullið (Kórea - Kína)

Laugardagurinn 16.ágúst
Kl. 10.00 (2.00 isl) Einliðaleikur kvenna - leikur um bronsið
kl. 11.00 (3.00 isl) Tvíliðaleikur karla - leikur um bronsið
kl. 12.00 (4.00 isl) Einliðaleikur kvenna - leikur um gullið
kl. 18.30 (10.30 isl) Tvenndarleikur - undanúrslit 1 (Kína - Indónesía)
kl. 19.30 (11.30 isl) Tvenndarleikur - undanúrslit 2 (Indónesía - Kórea)
kl. 20.30 (12.30 isl) Einliðaleikur karla - leikur um bronsið
kl. 21.30 (13.30 isl) Tvíliðaleikur karla - leikur um gullið

Sunnudagurinn 17.ágúst
Kl. 18.30 (10.30 isl) Tvenndarleikur - Leikur um bronsið
kl. 19.30 (11.30 isl) Tvenndarleikur - Leikur um gullið
kl. 20.48 (12.48 isl) Einliðaleikur karla - Leikur um gullið

Skrifað 14. ágúst, 2008
ALS