Atli í ćfingabúđum á vegum Badmintonsambands Evrópu

TBR-ingurinn Atli Jóhannesson eru nú staddur í borginni Sofiu í Búlgaríu þar sem hann er við æfingar hjá Badmintonsambandi Evrópu. Æfingabúðirnar bera nafnið TEAM EUROPE 2012 en markmiðið með þeim er að finna leikmenn sem Evrópusambandið telur að geti átt möguleika á því að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London 2012.

Alls hafa 37 leikmenn frá ýmsum Evrópulöndum verið valdir til að taka þátt í æfingabúðunum en aðeins  24 fá að halda áfram og vera með í næstu æfingabúðum. Æfingabúðirnar hófust sunnudaginn 14.október og þeim lýkur föstudaginn 19.október. Leikmennirnir æfa 2-3 sinnum á dag undir miklu álagi.

Frábært tækifæri fyrir Atla að fá að vera með í þessu verkefni.

Skrifađ 17. oktober, 2007
ALS