Badmintonskóli BSÍ

Dagana 30.-31.ágúst stendur Badmintonsamband Íslands fyrir æfingabúðum fyrir hressa badmintonkrakka sem kallast Badmintonskóli BSÍ. Æfingabúðirnar fara fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Leikmenn fæddir 1993-1996 geta skráð sig en þátttökugjaldið er 6.500 kr. Fjölbreyttar æfingar verða á dagskránni ásamt því að leikmönnum verður boðið uppá léttan hádegisverð milli æfinga.

Æfingabúðirnar eru hugsaðar fyrir vana leikmenn sem taka reglulega þátt í mótum. Enginn hámarksfjöldi þátttakenda er frá hverju félagi heldur geta allir sem vilja skráð sig. Athugið þó að mest er hægt að taka á móti 40 leikmönnum og gildir viðmiðið fyrstir koma fyrstir fá. Síðasti skráningardagur í Badmintonskóla BSÍ er föstudagurinn 22.ágúst næskomandi. Skráningar berist á netfangið annalilja@badminton.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, símanúmer, tölvupóstfang og félag.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Badmintonskóla BSÍ 2008.

Badmintonstrákur SPRON   Badmintonstelpa SPRON

Skrifađ 15. ágúst, 2008
ALS