ÓL - Badminton í Sjónvarpinu í nótt

Í nótt, þ.e. aðfaranótt fimmtudagsins 14.ágúst, verður sýnt frá badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Sjónvarpinu. Útsending hefst kl. 3.55 og stendur í um eina og hálfa klukkustund. Sýnt verður frá átta liða úrslitum í tvenndarleik og einliðaleik karla.

Á þessum tíma munu í einliðaleik karla mætast Sony Dwi Kuncoro frá Indónesíu og Chong Wei Lee frá Malasíu annarsvegar og Jin Chen frá Kína og Yu-Hsing Hsieh frá Tæpei hinsvegar. Í tvenndarleiknum eru það Nova Widianto og Liliyana frá Indónesíu sem mæta Sudket Prapakamol og Saralee Thoungthongkam frá Thaílandi annarsvegar og Yang Yu og Hanbin He frá Kína leika gegn Pólverjunum Robert Mateusiak og Nadiezda Kostiuczyk hinsvegar.

Ekki liggur fyrir hvort sýnt verður frá öllum áðurnefndum leikjum eða bara hluta þeirra. Smellið hér til að úrslit badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Peking.

Skrifað 13. ágúst, 2008
ALS