ÓL - Danir hrynja út

Áður en Ólympíuleikarnir í Peking hófust var badmintonkonan Tine Rasmussen talin ein best von Dana um verðlaun leikunum. Tine sigraði All England mótið fyrr á þessu ári og er númer fjögur á heimslistanum í einliðaleik kvenna. Henni tókst þó ekki að standa undir væntingum því í nótt beið hún lægri hlut fyrir Indónesanum Maria Kristin Yulianti. Þrír Danir til viðbótar hafa einnig lokið keppni á Ólympíuleikunum en það eru þau Kenneth Jonassen sem keppir í einliðaleik karla og tvíliðaleiksparið Kamilla Rytter Juhl og Lena Frier Kristiansen.

Keppni er ekki hafin í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en þar eiga Danir þrjú pör sem öll eru mjög frambærileg. Þá mun Peter Gade keppa í einliðaleik síðar í dag og verður að teljast líklegt að hann nái að sigra mótherja sinn frá Algeríu og komast í 16 manna úrslit mótsins.

Smellið hér til að skoða úrslit badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Peking.

Skrifað 11. ágúst, 2008
ALS