Æfingar ganga vel í Osló

Íslensku strákarnir þrír sem nú eru staddir í Norrænu æfingabúðunum í Osló eru þreyttir en ánægðir. Vignir Sigurðsson þjálfari og fararstjóri hópsins segir að þeir Kristinn Ingi og Ólafur Örn séu að fá mikið útúr æfingum og spili með norrænu leikmönnunum. Æfingarnar eru mjög erfiðar en auk þess að taka þátt í tveimur badmintonæfingum á dag fara leikmenn út að hlaupa þegar vaknað er á morgnana. Þreytan í leikmönnum er mikil á kvöldin og engar áhyggjur þarf að hafa af því að háttatími sé ekki virtur. Allir fara snemma í háttinn eftir átök dagsins. Norrænu æfingabúðunum sem haldnar eru með stuðningi Badminton Europe lýkur á morgun þriðjudag og þá halda íslensku strákarnir heim á leið.

Ólafur Örn Guðmundsson og Kristinn Ingi Guðjónsson, Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla B-flokkur

 

Skrifað 11. ágúst, 2008
ALS