ÓL - Badminton í Sjónvarpinu

Það var kærkomið fyrir badmintonáhugafólk að sjá loksins sýnt frá alþjóðlegu badmintoni þegar Sjónvarpið sýndi beint frá badmintonkeppni Ólympíuleikanna um helgina. Sýnt var frá einliðaleik kvenna í tvisvar sinnum tvo tíma þar sem margfaldur Íslandsmeistari og fyrrum Ólympíufari, Broddi Kristjánsson, leiddi áhorfendur í gegnum útsendinguna.

Sjónvarpið sýnir aftur frá badmintonkeppni leikanna á morgun mánudag en útsending hefst kl. 12.10. Ekki verður um beina útsendingu að ræða heldur upptöku á leikjum sem fram fóru á sunnudagsmorgun í Peking kl.10-13. Samkvæmt upplýsingum á www.ruv.is eru fleiri útsendingar frá badmintonkeppninni framundan. Smellið hér til að skoða Ólympíudagskrá Sjónvarpsins.

Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson í góðum félagsskap á setningarathöfn leikanna

Myndin hér að ofan er af þeim Brodda Kristjánssyni og Árna Þór Hallgrímssyni í góðum félagsskap á setningarathöfn Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Broddi lýsir badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008 í Sjónvarpinu. 

Skrifað 10. ágúst, 2008
ALS