Strákarnir komnir til Osló

Íslensku strákarnir Kristinn Ingi Guðjónsson og Ólafur Örn Guðmundsson úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar eru komnir til Osló ásamt þjálfaranum Vigni Sigurðssyni úr TBR. Þar munu þeir næstu daga taka þátt í Norrænum æfingabúðum og þjálfaranámskeiði.

Leikmenn og þjálfarar frá öllum Norðurlöndunum taka þátt í æfingabúðunum en yfirþjálfari þeirra er Svíinn Per-Henrik Croona. Smellið hér til að skoða lista yfir þátttakendur. Per-Henrik hefur verið þjálfari hjá BWF (Badminton World Federation) um nokkurt skeið og er mjög öflugur þjálfari. Á dagskránni sem hann hefur útbúið fyrir næstu daga er meðal annars fótaburður, tækniæfingar, styrktaræfingar, spil og margt fleira.

Íslensku strákarnir koma aftur til landsins þriðjudaginn 12.ágúst, væntanlega reynslunni ríkari. Meðfylgjandi mynd er af þeim Kristni Inga og Ólafi Erni sem tekin var á Íslandsmóti unglinga þar sem þeir urðu í 1. og 2. sæti í einliðaleik í U15.

Akureyri 2008. Einliðaleikur sveinar (U15). 1. Ólafur Örn Guðmundsson, BH. 2. Kristinn Ingi Guðjónsson, BH.

Skrifađ 7. ágúst, 2008
ALS