ÓL - Hátíđin hefst í dag

Hin mikla íþróttahátíð, Ólympíuleikarnir 2008, verður sett í dag í Peking í Kína. Setningarhátið Ólympíuleikanna hefst kl. 12 á hádegi að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Sundkappinn Örn Arnarson verður fánaberi Íslands á Setningarhátíðinni.

Í nótt eða kl. 1.00 eftir miðnætti að íslenskum tíma hefst síðan bein útsending frá badmintonkeppni leikanna. Ragna Ingólfsdóttir mætir þar japönsku stúlkunni Eriko Hirose og mun leikur þeirra hefjast kl. 1.20. Smellið hér til að skoða dagskrá Sjónvarpsins í dag.

Ragna Ingólfsdóttir og lukkudýr Ólympíuleikanna í Peking

Skrifađ 8. ágúst, 2008
ALS