ÓL - Breytingar á tímasetningum

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir hefur keppni á Ólympíuleikunum í Peking laugardaginn 9.ágúst næstkomandi. Leikur Rögnu í fyrstu umferðinni gegn hinni japönsku Eriko Hirose átti að fara fram kl. 2.45 að íslenskum tíma en hefur nú verið færður til kl. 1.20. Samkvæmt upplýsingum á www.ruv.is verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Æfingar Rögnu í Peking hafa gengið vel og er hún mjög ánægð með æfingahöllina sem notast hefur verið við undanfarna daga. Meðfylgjandi mynd er af Rögnu fyrir utan keppnishöll badmintonsins þar sem hún skoðaði aðstæður á dögunum. Fleiri myndir sem badmintonhópurinn hefur tekið í Peking má finna á myndasafninu hér á síðunni. Reglulega koma inn fréttir af íslenska íþróttafólkinu á www.isi.is.

Ragna Ingólfsdóttir fyrir utan badmintonhöllina

Skrifað 5. ágúst, 2008
ALS