ÓL - Ragna keppir fyrst allra

Ólympíuleikarnir í Peking í Kína verða settir föstudaginn 8.ágúst kl. 8.08 (8 mínútur yfir miðnætti að íslenskum tíma). Strax daginn eftir eða föstudaginn 9.ágúst hefur badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir keppni á leikunum. Hún verður fyrst íslensku þátttakendanna til að hefja keppni. Leikur Rögnu fer fram kl. 10.45 um morgun að kínverskum tíma sem er kl. 2.45 um nótt að íslenskum tíma. Eins og áður hefur komið fram mætir hún sterkri japanskri stúlku Eriko Hirose í sínum fyrsta leik. Sigurvegarinn í leik Rögnu og Eriko kemst áfram í 32 manna úrslit sem leikin verða strax morguninn eftir. Sá sem bíður lægri hlut hefur hinsvegar lokið þátttöku sinni á Ólympíuleikunum.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Ólympíuleikanna í badminton.

Smellið hér til að skoða heimasíðu ÍSÍ þar sem mikið er fjallað um Ólympíuleikana þessa dagana.

Skrifað 3. ágúst, 2008
ALS