Vel heppnuð Póllandsferð

Fimm leikmenn úr unglingalandsliði Badmintonsambandsins tóku þátt í Evrópuskólanum (European Summerschool) sem fram fór í Póllandi 11.-18.júlí síðastliðin.

Hópurinn var mjög ánægður með æfingabúðirnar og sögðu að þær hefðu verið eitt það skemmtilegasta sem þau hafa gert. Þeim fannst frábært að hitta jafnaldra sína víðsvegar úr Evrópu sem öll höfðu sama áhuga mál og þau þ.e. badminton. Æfingarnar voru mjög erfiðar en helst var um að ræða hraðabreytinga-æfingar, vörn og allskonar fótaburðaræfingar.

Ásta Ægisdóttir sá um að skrifa ferðasögu hópsins. Hægt er að skoða ferðasöguna með því að smella hér. Einnig má sjá myndir úr ferðinni í myndasafninu hér á síðunni undir flokknum "unglingalandslið" en einnig er hægt að slá inn leitarorðið "evrópuskólinn" til að sjá myndirnar úr ferðinni.

Evrópuskólinn 2008. Pétur Hemmingsen, Sunna Ösp Runólfsdóttir og Kristján Huldar Aðalsteinsson.

Skrifað 5. ágúst, 2008
ALS