ÓL - Badmintonhópurinn lagđur af stađ

Íslenski badmintonhópurinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Peking er lagður af stað til Kína. Hópurinn er væntanlegur til Peking seint í kvöld. Ásamt Rögnu Ingólfsdóttur eru í hópnum þau Jónas Weicheng Huang þjálfari og Ása Pálsdóttir flokkstjóri.

Ragna er fyrsti íslenski íþróttamaðurinn sem mætir í Ólympíuþorpið enda hefur hún keppni fyrst allra. Aðrir bætast svo við næstu daga.

Andri Stefánsson aðalfararstjóri íslenska hópsins kom í Ólympíuþorpið í byrjun vikunnar og er að undirbúa komu íslenska liðsins. Á heimasíðu ÍSÍ koma reglulega inn fréttir af gangi mála Íslendinganna sem taka þátt í Ólympíuleikunum.

Ragna Ingólfsdóttir og Huanhuan eitt af lukkudýrum Ólympíuleikanna í Peking 2008. Á ársþingi BSÍ var Rögnu óskað til hamingju með að hafa tryggt sér þátttöku á Ólympíuleikunum og fékk hún blómvönd frá stjórn BSÍ af því tilefni.

Skrifađ 31. júlí, 2008
ALS