Norrćnar ćfingabúđir í Osló

Badmintonsambandið á í góðu samstarfi við badmintonsamböndin á hinum Norðurlöndunum. Eitt af samstarfsverkefnunum eru árlegar æfingabúðir sem haldnar eru fyrir yngri kynslóðina.

Í ár verða æfingabúðirnar haldnar í Osló í Noregi 8.-12.ágúst. Árni Þór Hallgrímsson valdi þá Kristinn Inga Guðjónsson og Ólaf Örn Guðmundsson úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar til að taka þátt í æfingabúðunum fyrir Íslands hönd. Þeir félagar eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í U15. Þá er Ólafur Örn Íslandsmeistari í einliðaleik í U15 en Kristinn Ingi varð í öðru sæti.

Vignir Sigurðsson úr TBR fer með strákunum til Osló þar sem hann verður þátttakandi í þjálfaranámskeiði sem keyrt er samhliða æfingabúðunum. Yfirþjálfari æfingabúðanna er Svíinn Per-Henrik Croona. Hann er mjög fær þjálfari og hefur meðal annars verið þjálfari í IBF centerunum víðsvegar um heiminn.

Akureyri 2008. Einliðaleikur sveinar (U15). 1. Ólafur Örn Guðmundsson, BH. 2. Kristinn Ingi Guðjónsson, BH.

Skrifađ 23. júlí, 2008
ALS