Ćft af kappi í Evrópuskólanum

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Badminton Europe (BE) æfa rúmlega fimmtíu leikmenn víðsvegar að úr Evrópu af miklu kappi í Evrópuskólanum þessa vikuna. Evrópuskólinn fer fram í Varsjá í Póllandi en honum lýkur næstkomandi laugardag.

Leikmenn hafa aðallega verið að æfa netspil, plathögg og hraða síðustu daga. Einnig hafa þeir fengið leiðsögn í líkamlegri þjálfun fyrir badmintonspilara. Auk badmintonæfinganna hefur verið boðið uppá sund, bandý og fótbolta fyrir leikmennina ásamt því að þeir hafa fengið að fara í skoðunarferðir um Varsjá.

Á meðfylgjandi mynd er Ragnar Harðarson að munda spaðann í stutta bakhandarhorninu. Fleiri myndir frá Evrópuskólanum má finna á heimasíðu BE.

Ragnar Harðarson við æfingar í Evrópuskólanum í Varsjá í Póllandi.

Skrifađ 17. júlí, 2008
ALS