Unglingamót BH - liđakeppni milli félaga

Um næstu helgi fer fram í Íþróttahúsinu Kaplakrika Unglingamót Badmintonfélags Hafnarfjarðar þar sem keppt verður í liðakeppni milli félaga.

Í mótinu verður keppt í þremur aldursflokkum U13, U15 og U17/U19 og samanstendur hver liðakeppni af þremur einliðaleikjum og tveimur tvíliðaleikjum. Aldursflokkunum verður skipt upp í tvö getustig A og B ef þátttaka verður næg.

Unglingamót BH var einnig leikið með liðakeppnisfyrirkomulagi í fyrra og skapaðist mjög góð stemning hjá liðunum. Allir þurftu að hjálpast að við að stilla upp fyrir hvern leik og hvetja hvert annað áfram.

Síðasti skráningardagur í mótið er í dag. Með því að smella hér má nálgast mótaboð Hafnfirðinganna og reglur liðakeppninnar.

Úrslit og niðurröðun verður sett inná heimasíðu Badmintonfélags Hafnarfjarðar http://bh.sidan.is/.

Skrifađ 16. oktober, 2007
ALS