Ćfingabúđir í Danmörku

Um árabil hefur ungt badmintonfólk frá Íslandi tekið þátt í æfingabúðum í Danmörku á sumrin. Danir hafa margra ára reynslu af því að halda slíkar búðir og er látið mjög vel af framkvæmd þeirra. Æfingabúðir sem þessar standa yfirleitt yfir í 3-5 daga þar sem allir þátttakendur gista í svefnpokaplássi í skólastofum.Akureyri 2008. Einliðaleikur meyjar. 1. María Árnadóttir, TBR. 2. Elísabeth Christiensen, TBR.

María Árnadóttir badmintonkona úr TBR er ný komin úr slíkum æfingabúðum í Danmörku. Búðirnar sem hún tók þátt í voru á vegum DGI (UMFÍ samtökin í Danmörku) og voru haldnar í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá Árósum. Að sögn Maríu voru æfingabúðirnar vel heppnaðar en hún fór ásamt Elísabetu Christiansen tvíliðaleiksfélaga sínum sem einnig er í TBR. Það voru 26 krakkar sem tóku þátt í æfingabúðunum með Maríu og Elísabetu en þeim var stjórnað af þremur þjálfurum. María sagði að dönsku krakkarnir hefðu verið rosalega góðir í badminton. Hún sagðist ekki hafa lært margar nýjar æfingar í búðunum en það var mikið um leiki og lítil mót auk æfinga sem hún hafði prófað áður.

Þann 26.júlí næstkomandi mun hópur leikmanna frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar taka þátt í æfingabúðum í bænum Vingsted á Jótlandi. Þessar æfingabúðir eru einnig á vegum DGI og eru alþjóðlegar. Auk Hafnfirðinganna er von á þátttakendum frá Litháen, Danmörku og hugsanlega fleiri þjóðum.

Hægt er að finna upplýsingar um badminton æfingabúðir í Danmörku á heimasíðu danska badmintonsambandsins (DBF) og á heimasíðu DGI. Upplýsingar um æfingabúðir sumarsins á vegum DBF koma yfirleitt á netið í kringum áramót. Hjá DGI er hinsvegar best að fara inní dagatalið (kalender) og velja „badminton" í „aktivitet" fellilistanum. Þá birtist listi yfir hina ýmsu badmintonviðburði á vegum DGI.

Einstaklingar eða hópar sem tekið hafa þátt í æfingabúðum erlendis í sumar mega gjarnan senda Badmintonsambandinu myndir og ferðasögu til birtingar hér á síðunni. Vinsamlega sendið á annalilja@badminton.is.

Skrifađ 16. júlí, 2008
ALS