Evrópuskólinn í Póllandi

Sumarskóli Badminton Europe eða Evrópuskólinn eins og hann er oftast kallaður hér á Íslandi fer fram þessa dagana í Varsjá í Póllandi. Alls taka 52 leikmenn þátt í skólanum að þessu sinni og þar af fimm íslenskir krakkar en það eru þau Kristján Huldar Aðalsteinsson, ÍA, Pétur Hemmingsen, TBR, Ragnar Harðarsson, ÍA, Ásta Ægisdóttir, TBR, og Sunna Ösp Runólfsdóttir, TBR. Lista yfir alla þátttakendur í Evrópuskólanum 2008 má finna hér.

Íslenskir leikmenn hafa tekið þátt í Evrópuskólanum um margra ára skeið en einnig hafa margir íslenskir þjálfarar farið þar á námskeið. Skólinn er byggður þannig upp að allar Evrópuþjóðir hafa kost á því að senda fjóra leikmenn ár hvert ásamt ungum þjálfara sem tekur þátt í námskeiði sem haldið er samhliða æfingabúðum leikmannanna. Yfirþjálfarar Evrópuskólans eru alltaf reyndir og vel menntaðir. Smellið hér til að skoða hverjir eru þjálfarar Evrópuskólans 2008.

Dagskrá leikmanna og þjálfara Evrópuskólans er mjög þétt. Hvern dag eru að minnsta kosti tvær badmintonæfingar ásamt því að haldnir eru fyrirlestrar, farið í sund og aðrar íþróttir ásamt því að boðið er uppá skoðunarferðir. Allir þeir Íslendingar sem tekið hafa þátt í Evrópuskólanum á undanförnum árum hafa verið mjög ánægðir með dvölina þar. Bæði hafa þeir lært mikið af góðum þjálfurum og fengið mikla reynslu við að leika gegn nýjum andstæðingum.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Evrópuskóla Badminton Europe.

Skrifađ 14. júlí, 2008
ALS