Badminton á fyrirtćkjaleikunum

Sautjándu sumarleikar European Federation for Company Sport (EFCS) eða Eurosportfestival verða haldnir af Króatíska almenningsíþróttasambandinu í Rovinj frá 17. - 21. júní árið 2009. Íslenskt lið tók í fyrsta skipti þátt í sumarleikum EFCS í Álaborg árið 2007 og þá í keilu. Á leikunum í ár verður auk badmintons keppt í körfubolta, keilu, golfi, frjálsíþróttum, knattspyrnu (7 og 11 manna lið), blaki, sundi, tennis, bridge, skák, borðtennis og handknattleik. Allar upplýsingar um leikana er að finna hér og á heimasíðu ÍSÍ. Skráning er út september 2008.
Skrifađ 2. júlí, 2008
ALS