Ţátttakendalisti ÓL ađ skýrast

Í dag eru fimmtíu dagar í að Ólympíuleikarnir hefjist í Peking í Kína. Endanlegur þátttakendalisti í badmintonkeppni leikanna er óðum að skýrast.

Fyrsti listi var gefinn út 10.maí og höfðu Ólympíusambönd leikmanna á þeim lista frest til 31.maí til að staðfesta þátttöku síns fólks. Ekki hafa allar þjóðir gefið sínu fólki færi á að taka þátt í leikunum og því hafa aukasæti myndast fyrir leikmenn á biðlista. Einnig hafa nokkrir leikmenn bæst við í einliðaleik vegna þeirra sem náð hafa inn á leikana í fleiri en einni grein. Alls munu 172 íþróttamenn keppa í badminton á Ólympíuleikunum í sumar. Ef leikmenn hafa unnið sér þátttökurétt í fleiri en einni grein t.d. tvíliða- og tvenndarleik myndast auka sæti í einliðaleik.

Ef smellt er á nöfn keppnisgreinanna í badminton hér að neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa tryggt sér þátttöku á leikunum.

Einliðaleikur kvenna
Einliðaleikur karla
Tvíliðaleikur kvenna
Tvíliðaleikur karla
Tvenndarleikur

Þann 29.júní næstkomandi ætti endanlegur þátttökulisti badmintonkeppni Ólympíuleikanna að liggja fyrir. Það er þó ekki fyrr en mánudaginn 4.ágúst sem dregið verður í badmintonkeppnina. Það verður spennandi fyrir okkur Íslendinga að sjá hver verður andstæðingur Rögnu í fyrstu umferðinni.

Skrifađ 18. júní, 2008
ALS