Óskarsmótiđ nćsta mót á Stjörnumótaröđinni

Næsta mót Stjörnumótaraðarinnar í badminton er Óskarsmótið sem fram fer í KR-heimilinu 21.október næstkomandi. Mótið er haldið til minningar um KR-inginn Óskar Guðmundsson. Óskar var mjög ötull í starfi Badmintondeildar KR frá upphafi og allt þar til hann kvaddi þennan heim. Auk þess var hann mjög góður badmintonmaður og vann samtals 15 Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki. Í einliðaleik karla sigraði hann 8 sinnum, 5 sinnum í tvíliðaleik karla og 2 sinnum í tvenndarleik.

Á Óskarsmótinu 21.október verður leikinn tvíliða- og tvenndarleikur í meistara, A og B flokki. Síðasti skráningardagur í mótið er í dag og er hægt að nálgast mótaboðið með því að smella hér. Eftir áramót eða nánar tiltekið 26.janúar verður seinna Óskarsmót vetrarins en þá verður aðeins leikið í einliðaleik.

Það eru systkynin Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir sem eru með forystu á Stjörnumótaröðinni. Stöðu eftstu leikmanna er hægt að skoða með því að smella hér.

Skrifađ 15. oktober, 2007
ALS