Rússneskur sigur í Rússlandi

Evrópukeppni félagsliða fór fram í Moskvu í Rússlandi í síðustu viku. Mótinu lauk í gær sunnudag þar sem tvö rússnesk lið léku til úrslita. Rússnesku meistararnir í Prymorye sigruðu landa sína og gestgjafa mótsins Favorit-Ramenskoe 4-1 í úrslitaleiknum. Í þriðja sæti varð spænska liðið í CB Soderin Rinconada og í því fjórða úkraínsku meistararnir SHVSM Kharkov.

Þegar efstu lið keppninnar eru skoðuð kemur augljóslega í ljós að Íslandsmeistarar TBR voru í mjög sterkum riðli. Bæði úkraínska liðið sem varð í fjórða sæti og rússneska liðið í 2.sæti voru í riðli TBR. Lið TBR endaði í fjórða og neðsta sæti í sínum riðli eftir góða baráttu við tyrkneskt lið sem vel hefði verið hægt að vinna á góðum degi.

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á Evrópukeppni félagsliða í badminton 2008.

Skrifađ 16. júní, 2008
ALS