BWF ţjálfaramenntun

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) auglýsti í dag nýtt badmintonþjálfaranám sem fer í gang á vegum sambandsins næsta haust. Námið er kennt á fimm vikum veturinn 2008-2009 og inniheldur samtals 200 kennslustundir í badmintonþjálfun og almennri íþróttafræði. Vikurnar fimm eru kenndar í badmintonþjálfunarbúðum BWF víðsvegar um heiminn: Búlgaríu, Englandi, Hong Kong, Indlandi og Þýskalandi. Fyrsta vikan er kennd 3.-7.nóvember í borginni Sofiu í Búlgaríu.

Þjálfarar sem óska eftir að skrá sig í námið þurfa að gera það fyrir föstudaginn 27.júní næstkomandi. Smellið hér til að lesa nánar um námskeiðið og hér til að hlaða niður umsóknareyðublaði vegna námsins næsta vetur. Einnig má finna nánari upplýsingar um þjálfaramenntunarkerfi BWF með því að smella hér. Íslandsvinurinn Gunther Huber er yfirmaður þróunarmála hjá BWF og heldur utan um þjálfaramenntun sambandsins. Gunther veitir allar nánari upplýsingar sé þess óskað.

Skrifađ 9. júní, 2008
ALS