Yngri kynslˇ­in sigra­i ß Haustmˇtinu

Haustmót TBR fór fram í TBR-húsum um helgina. Leikið var með forgjöf og því voru allir leikmenn í einum og sama flokkinum. Segja má að forgjöfin hafi komið sér vel að þessu sinni því það var unga kynslóðin sem vann flestar greinar.

Í einliðaleik kvenna sigraði Ylfa Rún Sigurðardóttir en hún var með +14 í forgjöf. Hún sigraði Rakel Jóhannesdóttur í úrslitum en Rakel var með +2 í forgjöf. Ylfa Rún sigraði einnig í tvíliðaleik ásamt Jóhönnu Jóhannsdóttur en þær stöllur voru með +8 í forgjöf.

Í einliðaleik karla sigraði Thomas Thomsen Kjartan Pálsson í úrslitum en þeir félagar voru báðir með nokkuð mikla forgjöf. Í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Vignir Sigurðsson og Birkir Steinn Erlingsson en þeir voru með +12 í forgjöf sem var hæðsta forgjöfin sem gefin var í þessum flokki.

Það var aðeins í tvenndarleiknum sem "mínus fólk" hafði sigur því þar voru það þau Árni Haraldsson og Eva Petersen sem sigruðu en þau voru með -2 í forgjöf.

Lægsta forgjöfin sem gefin var í Haustmótinu í ár var -25 en það voru meistaraflokks leikmennirnir Katrín Atladóttir og Bjarki Stefánsson sem fengu þá forgjöf.

Úrslit allra leikja er hægt að skoða með því að smella hér. Myndir frá verðlaunaafhendingu mótsins má finna á heimasíðu TBR eða með því að smella hér.

Skrifa­ 15. oktober, 2007
ALS