Spennandi fyrirlestrar á föstudag

Næstkomandi föstudag 6.júní kl. 15.00-17.15 verða spennandi fyrirlestrar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Menntamálaráðuneytisins.

Jari Låmså frá Finnlandi flytur erindi um brottfall úr íþróttum og Karin Redelius frá Svíþjóð fjallar um hvernig hægt sé að finna og halda í góða leiðtoga í barna- og unglingastarfi. Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og verður gert ráð fyrir tíma í fyrirspurnir að þeim loknum.

Forystufólk íþróttafélaga, héraðssambanda, sérsambanda, starfsfólk íþrótta- og æskulýðsmála í sveitarfélögum og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Skráning fer fram á netfanginu linda@isi.is og þurfa áhugasamir að skrá sig fyrir fimmtudaginn 5.júní. Nánar um fyrirlestrana má finna á www.isi.is.

Skrifađ 3. júní, 2008
ALS