Dregiđ í Evrópukeppni félagsliđa

Í hádeginu í dag var dregið í Evrópukeppni félagsliða sem fram fer í Rússlandi 11.-15.júní næstkomandi. Íslandsmeistarar TBR taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd.

TBR-ingar voru dregnir í riðil með úkraínsku meisturunum SHVSM Kharkov, tyrknesku meisturunum EGO Sport Club og gestgjöfunum Favorit-Ramenskoe sem urðu í þriðja sæti í liðakeppninni í Rússlandi.

Keppnin hefst miðvikudaginn 11.júní en þá leikur TBR við lið Úkraínu. Fimmtudaginn 12.júní.mæta TBR-ingar Rússum og Tyrkjum föstudaginn 13.júní. Efstu tvö liðin í hverjum riðli komast áfram í úrsláttarkeppni sem lýkur sunnudaginn 15.júní á úrslitaleik.

Smellið hér til að skoða niðurröðunina.

Skrifađ 30. maí, 2008
ALS