Frakkar bjóða heim

Heimasíðan Badzine sem meðal annars er til í þýskri og franskri útgáfu stendur að mjög skemmtilegu verkefni sem kallast "Badzine trip". Verkefnið gengur útá það að bjóða fólki víðsvegar að úr heiminum fría gistingu hjá frönskum fjölskyldum í tengslum við Super Series mótið French Open.

Markmiðið er að tengja saman badmintonáhugafólk frá öllum heimshornum og gefa fólki utan Frakklands færi á að kynnast landi og þjóð. Alls hafa um 200 fjölskyldur í París og næsta nágrenni boðist til að hýsa fólk frá öðrum löndum. Badzine mun útvega afslátt á aðgöngumiðum mótsins ásamt því að skipuleggja hátíð þar sem besta badmintonfólk heims kemur og hittir badmintonáhugafólkið.

Smellið hér til að skoða fréttatilkynningu frá Badzine. Raphael Sachetat veitir nánari upplýsingar um verkefnið í gegnum tölvupóst redaction@badzine.info.

Skrifað 30. maí, 2008
ALS