Nýr heimslisti - Ragna upp um tvö sćti

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag eins og vikulega er gert á fimmtudögum. Ólympíufarinn Ragna Ingólfsdóttir hoppaði upp um tvö sæti milli vikna og er nú í fimmtugasta sæti listans í einliðaleik kvenna.

Þrjár aðrar íslenskar stúlkur eru á heimslistanum í einliðaleik kvenna en þær eru Tinna Helgadóttir nr. 190, Katrín Atladóttir nr. 240 og Sara Jónsdóttir nr. 304. Til að heimslistinn gefi nokkuð góða mynd af getu leikmanna þurfa þeir að hafa tekið þátt í tíu alþjóðlegum mótum undanfarið ár. Þær Tinna, Katrín og Sara hafa aðeins tekið þátt í 2-4 mótum.

Í einliðaleik karla eru fjórir íslenskir strákar á listanum, Magnús Ingi Helgason nr. 288, Atli Jóhannesson nr. 322, Tryggvi Nielsen nr. 502 og Bjarki Stefánsson nr. 600. Strákarnir hafa flestir aðeins tekið þátt í tveimur mótum og því gefur sæti þeirra ekki góða mynd af getunni.

Fjögur íslensk tvíliðaleikspör eru á heimslistanum í badminton. Ragna og Katrín nr. 114, Sara og Tinna nr. 195, Magnús Ingi og Helgi nr. 240 og Atli og Bjarki nr. 246. Í tvenndarleik er Tinna Helgadóttir annarsvegar númer 140 með bróður sínum, Magnúsi Inga, og hinsvegar númer 191 með Helga Jóhannessyni.

Smellið hér til að skoða heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins.

Skrifađ 29. maí, 2008
ALS