Þjálfarastaða laus í Keflavík

Badmintondeild Keflavíkur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir komandi haust en stefnt er að því að æfingar hefjist í byrjun september. Smellið hér til að skoða auglýsingu frá deildinni.

Badmintondeild Keflavíkur hefur verið með öflugt badmintonstarf um árabil. Deildin heldur árlega vinsælt unglingamót fyrir byrjendur sem hefur heppnast einstaklega vel. Árið 2003 fékk Badmintondeild Keflavíkur viðurkenninguna Fyrirmyndardeild ÍSÍ. Skúli Sigurðsson hefur verið aðal þjálfari deildarinnar undanfarin misseri en hann lét af störfum nú í vor og því vantar nýjan þjálfara.

Smellið hér til að skoða heimasíðu Badmintondeildar Keflavíkur þar sem finna má ýmsar upplýsingar um deildina.

Skrifað 28. maí, 2008
ALS