TBR-ingar undirbúa sig fyrir Europe Cup

Nú eru um tvær vikur þangað til að Íslandsmeistarar TBR taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í Rússlandi. Þjálfari liðsins, Skúli Sigurðsson, hefur valið átta leikmenn til að taka þátt í mótinu fyrir hönd TBR.

Strákarnir sem valdir hafa verið eru þeir Atli Jóhannesson, Bjarki Stefánsson, Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason. Strákarnir fjórir voru allir í íslenska landsliðinu sem stóð sig svo vel á Evrópumótinu í Danmörku í síðasta mánuði.

Stelpurnar í TBR liðinu eru töluvert reynsluminni en strákarnir fyrir utan Tinnu Helgadóttur sem hefur spilað marga landsleiki fyrir Íslands hönd og marg oft tekið þátt í Evrópukeppni félagsliða fyrir TBR. Aðrar stúlkur í liðinu eru þær Rakel Jóhannesdóttir, Sunna Ösp Runólfsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir.

Hópurinn undirbýr sig af kappi fyrir mótið þessa dagana og stefna án efa á að ná góðum árangri á mótinu. Spennandi verður að fylgjast með TBR-ingunum í Rússlandi en dregið verður í mótið föstudaginn 30.maí næstkomandi. Smellið hér til að skoða heimasíðu Europe Cup 2008.

Skrifað 26. maí, 2008
ALS