Nýr heimslisti - Ragna upp um fjögur sćti

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag en listinn er gefin út vikulega á fimmtudögum.

Ólympíufarinn Ragna Ingólfsdóttir fór upp um fjögur sæti milli vikna og er nú í 52.sæti listans. Ragna er 22.sæti yfir sterkustu einliðaleikskonur í Evrópu. Staða Rögnu á heimslistanum hefur ekki verið betri á árinu 2008 heldur en nú.

Ekki má búast við miklum breytingum á heimslistanum í sumar þar sem flestir leikmenn eru nú í almennum undirbúningi fyrir Ólympíuleikana. Smellið hér til að skoða heimslista BWF. Smellið hér til að skoða lista yfir sterkustu einliðaleikskonur í Evrópu.

Ragna Ingólfsdóttir

Skrifađ 22. maí, 2008
ALS