Silfur á Kýpur

Alþjóðlega badmintonmótinu sem fram fór á Kýpur um helgina er nú lokið. Íslenska landsliðskonan Ragna Ingólfsdóttir varð í 3.-4.sæti í einliðaleik á mótinu og í 2.sæti í tvíliðaleik ásamt eistnesku stúlkunni Kati Tolmoff. Í úrslitaleiknum léku þær gegn indversku pari sem er númer 29 á heimslistanum og biðu lægri hlut 21-12 og 21-13. Þær stöllu fengu flest stig allra á móti þeim indversku en önnur pör fengu ekki meira en 10 stig í hverri lotu gegn þessum sterku stelpum. Ragna og Kati hafa ferðast mikið saman um heiminn en aldrei tekið þátt í tvíliðaleik saman áður. Þær eru báðar í úrvalshópi Evrópusambandsins og æfa því reglulega saman í æfingabúðum á þeirra vegum.

Hægt er að skoða úrslit allra leikja í mótinu með því að smella hér.

Þátttaka Rögnu í mótum er mjög þétt um þessar mundir en hún fer beina leið frá Kýpur til Hollands þar sem hún tekur þátt í mjög sterku móti í Almere. Nánar verður sagt frá mótinu á næstu dögum.

Skrifađ 14. oktober, 2007
ALS