Dramatík hjá BWF

Mikil spenna hefur verið innan stjórnar Alþjóða Badmintonsambandsins (BWF) undanfarna mánuði. Forseti og varaforseti sambandsins og stuðningsmenn þeirra hafa átt í deilum.

Á aðalfundi BWF sem fram fór í Indónesíu um helgina var varaforsetinn Punch Gunalan kosinn útúr stjórninni. Dagarnir fyrir fundinn voru víst mjög dramatískir. Punch lét sig hverfa af landi brott daginn fyrir aðalfundinn og segja þeir sem til þekkja að það hafi verið vegna þess að hann átti von á að vera yfirheyrður af lögreglunni.

Deilur sem þessar eru mjög slæmar fyrir badmintoníþróttina. Brotthvarf Punch úr stjórninni verður vonandi til að minnka spennuna og gera mönnum kleift að nota tímann í eflingu badmintoníþróttarinnar. Mikil keppni er milli íþróttagreina um að vera með á Ólympíuleikum. Á hverjum leikum bætast við greinar og aðrar detta út. Það er ljóst að ágreiningur sem þessi lítur ekki vel út gagnvart Alþjóða Ólympíunefndinni og vonandi að honum sé lokið nú.

Nánar um þetta mál má finna á heimasíðu Badminton Europe

Skrifađ 21. maí, 2008
ALS