Mótaskrá í vinnslu

Þessa dagana er undirbúningur fyrir næsta badmintontímabil í fullum gangi. Aðildarfélög Badmintonsambandsins hafa frest til dagsins í dag til að senda inn óskir um mótahald næsta vetur. Mótahald milli ára er yfirleitt með svipuðum hætti en þó eru alltaf einhverjar breytingar. Félög þurfa að sækja um húsnæði í sínum bæjarfélögum sem oft getur verið erfitt og jafnan mikil barátta við aðrar íþróttagreinar um tíma. Mótaskráin fyrir veturinn 2008-2009 verður sett hér inná heimasíðuna um leið og hún liggur fyrir.
Skrifað 20. maí, 2008
ALS