Kínverjar tvöfaldir heimsmeistarar

Heimsmeistaramóti landsliða, Thomas og Uber Cup, lauk í Jakarta í Indónesíu í gær. Kínverjar stóðu undir væntingum á mótinu og sigruðu bæði í keppni karla- og kvennaliða.

Kínversku konurnar sigruðu þar með Uber Cup bikarinn sjötta skiptið í röð og kínversku karlarnir sigruðu Thomas Cup bikarinn þriðja skiptið í röð. Kínversku konurnar sigruðu heimakonurnar frá Indónesíu í úrslitum en í 3.-4.sæti urðu Þjóðverjar og Kóreubúar. Í keppni karla liða var það kóreska liðið sem varð í 2.sæti á eftir Kínverjum en í 3.-4.sæti voru Malasía og Indónesía.

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á Heimsmeistaramóti landsliða í badminton 2008.

Skrifađ 19. maí, 2008
ALS