Árni Ţór velur í Evrópuskólann

Badmintonsamband Evrópu (BE) hefur haldið æfingabúðir árlega um árabil sem kallast Evrópuskólinn. Aðildarsamböndum BE er boðið að senda tvær stúlkur og tvo stráka úr aldursflokknum U19 í æfingabúðirnar ár hvert. Einnig er í boði að senda unga þjálfara á námskeið sem keyrt er samhliða æfingabúðunum.

Í ár verður Evrópuskólinn haldinn í Varsjá í Póllandi. Landsliðsþjálfarinn Árni Þór Hallgrímsson fékk það erfiða verkefni að velja leikmenn til að taka þátt fyrir Íslands hönd. Fyrir valinu urðu þau Pétur Hemmingsen, TBR, Kristján Huldar Aðalsteinsson, ÍA, Sunna Ösp Runólfsdóttir, TBR, og Ásta Ægisdóttir, TBR.

Evrópuskólinn fer fram dagana 12.-19.júlí í sumar. Miðað við upplifun íslensku leikmannanna undanfarin ár á hópurinn von á skemmtilegum æfingabúðum og góðri þjálfun frá færum þjálfurum víðsvegar úr Evrópu.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Evrópuskólann á heimasíðu BE. 

Skrifađ 14. maí, 2008
ALS