Fjölbreyttur undirbúningur fyrir Ólympíuleika

Íþróttamenn Íslands sem keppa munu á Ólympíuleikunum í Peking í sumar ásamt fylgdarliði undirbúa sig fyrir leikana á fjölbreyttan hátt. Nú í maí mánuði sitja þeir námskeið í kínversku í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Það er Wang Linzhe kennari við Háskóla Íslands, sem kennir en námskeiðið er á vegum Konfúsíusarstofnunar HÍ og ÍSÍ í samvinnu við kínverska sendiráðið á Íslandi. Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í námskeiðinu og er hæst ánægð með þetta skemmtilega framtak hjá ÍSÍ. Dvölin í Kína í sumar verður án efa skemmtilegri þegar gestirnir hafa kynnst tungumáli heimamanna örlítið.
Skrifađ 9. maí, 2008
ALS