Ragna í 3.-4.sćti í einliđaleik

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir sem nú er stödd við keppni á alþjóðlegu badmintonmóti á Kýpur hefur lokið þátttöku sinni í einliðaleik kvenna. Ragna beið lægri hlut í undanúrslitum gegn dönsku stúlkunni Karina Jörgensen. Leikurinn var mjög jafn en endaði 21-17 og 25-23 Karinu í vil. Ragna endaði því í 3.-4.sæti í einliðaleik á mótinu.

Þátttöku Rögnu er samt sem áður ekki alveg lokið því hún og Kati Tolmoff frá Eistlandi komust nokkuð óvænt í úrslit í tvíliðaleik. Úrslitaleikirnir verða háðir á morgun sunnudag og þá munu þær leika gegn indversku stúlkunum Jwala GUTTA og Shruti KURIAN. Það er ljóst að það verður við ramman reip að draga hjá þeim Rögnu og Kati því þær indversku eru númer 29 á heimslistanum og hafa ekki gefið öðrum andstæðingum sínum í þessu móti mörg stig.

Hægt er að fylgjast með framgangi mótsins á netinu með því að smella hér.

Skrifađ 13. oktober, 2007
ALS