Myndasafnið stækkar

Mikið af myndum hefur verið sett inná myndasafnið hér á síðunni að undanförnu og er heildarfjöldi mynda farin að nálgast níu hundruð.

Í flokkinn Meistaramót Íslands hafa nú verið settar inn myndir af öllum vinningshöfum mótsins 2008.

Um miðjan apríl tók landslið Íslands í badminton þátt í Evrópumótinu. Liðið stóð sig frábærlega í liðakeppni mótsins, lenti í 13.sæti og náði þar með að halda sér á meðal A-þjóða. Þá stóðu leikmennirnir sig líka vel í einstaklingskeppni mótsins sem fór fram vikuna eftir liðakeppnina. Smellið hér til að skoða myndir frá Evrópumótinu í Herning 2008.

Athugið að með því að slá inn nöfn einstakra leikmanna í leitarstrenginn hér í myndasafninu er hægt að sjá allar myndir af viðkomandi leikmanni.

Skrifað 7. maí, 2008
ALS