Ný badmintonakademía í Danmörku

Í bænum Frederikshavn á norður Jótlandi í Danmörku var nýlega stofnuð badmintonakademía, Frederikshavn Badminton Academy. Í akademíunni verður boðið uppá átta æfingar á viku auk þess sem leikmenn eiga möguleika á tveimur til þremur æfingum á viku hjá dönskum badmintonklúbbi.

Aðal þjálfari akademíunnar er Claus Paulsen. Claus er fyrrverandi landsliðsþjálfari Ástralíu en hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins í badminton.

Aðstaðan í Frederikshavn ku vera mjög góð, margir badmintonvellir og nýleg lyftingaaðstaða. Þá er einnig veitingastaður í æfingahúsnæðinu sem býður uppá hollan og góðan hádegisverð milli æfinga.

Nánari upplýsingar um akademíuna má finna á heimsíðunni http://www.frederikshavnbadmintonacademy.com.

Skrifað 6. maí, 2008
ALS